
EMX Neyðarljós - Útljós, 1 tíma.
Útljós er sílogandi ljós sem merkir útgönguleiðir á flóttaleiðum og leiðir að þeim með grænum og hvítum lit. Útljós eru sett yfir eða við útgöngudyr til að leiðbeina fólki að þeim. Útljós eru ávallt tveggja peru.
Eiginleikar
- Logar í einn tíma eftir straumrof.
- Lampinn er með 2x8W T5 flúrperum.
- Mál lampans eru: L: 368mm, B: 150mm, D: 102mm.