F

DALI LJÓSASTÝRINGAR

DALI ljósastýrikerfi eru til í fjölbreyttu úrvali til margvíslegra nota fyrir fyrirtæki, stofnanir, samkomuhús fundarsali og einkaheimili og eru nútíma nýbyggingar gjarnan hannaðar með tilliti til möguleika DALI ljósastýringa. DALI stýrikerfi eru forritanleg og stýrð með rofaborði, snertiskjá og/eða fjarstýringu svo og er sjálfvirk tölvustýring möguleg á einfaldan og öruggan hátt.

Helstu kostir DALI ljósastýringa, eru þeir möguleikar sem felast í fyrirfram settum eða forrituðum stillingum fyrir ljósgjafa, þar sem mögulegt er að stilla ljósmagn sérhvers ljósgjafa eða ákveðna flokkun þeirra eftir þörfum, og stýra síðan eins og að ofan greinir. Einnig er boðið uppá búnað fyrir gluggatjaldastýringar í DALI kerfum.
DALI ljósastýrikerfi spara veulega rafmagnsnotkun og þar með kostnað með því að ljós eru að öllu jöfnu notuð í minna magni með demprun þeirra og vegna sérstillinga fyrir kvöld- og næturlýsingu.

Helstu þættir DALI kerfa:
* Elektrónískar straumfestur fyrir flúrlampa
* Elektrónískar straumfestur fyrir halógen lampa
* Elektrónískat straumfestur fyrir ljósleiðara
* Elektrónískar straumfestur fyrir sparperur
* Stýrieiningar og dimmingar
* Breytar (DALI/1-10V)
* Aukabúnaður (spennugjafar, skynjarar, neyðarbúnaður o.fl.)
* DALI kerfisþjónusta